EIGNABORG kynnir:
Eignaborg kynnir hesthúsalóðina Hrossnes 14 á einstökum útsýnisstað í nýja hesthúsahverfinu í Almannadal við Fjárborg. Í skipulagi fyrir lóðina er gert ráð fyrir 24 hestum í húsinu en samþykktar teikningar gera ráð fyrir 20 hestum og og er vel rúmt um hestana í húsinu. Breiður fóðurgangur og tíu, 8 fm tveggja hesta stíur. Gert er ráð fyrir að stíurnar séu vélmokaðar. 16 fm kaffistofa, 20 fm hlaða, 8 fm hnakkageymsla og rúmgott anddyri. Sameiginleg taðþró með húsinu nr 12. Gert er ráð fyrir því að gerðið sem er 250 fm verði tvískipt. Bíla- og kerrustæði austan við húsið og samkvæmt samþykktu deiliskipulagi er gert ráð fyrir tamninga- og hringgerði rétt við húsið. Samþykktar teikningar liggja fyrir. Hesthús á frábærum stað með mjög góðum reiðleiðum til allra átta.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.