EIGNABORG kynnir:
Falleg fjögurra til fimm herbergja herbergja íbúð á 2. hæð merkt 0207 með tvennum svölum og útsýni. Eldhúsinnrétting er frá Parka, hvít með dekkri efri skápum. Allar brautir og lamir eru með ljúf lokunum. Eldhústæki eru frá Siemens, spanhelluborð, blástursofn, gufugleypir, ísskápur og uppþvottavél fylgja með. Baðherbergi er flísalagt með sturtu og upphengdu salerni. Sturtuklefi er rúmgóður og flísalagður, gler er í sturtuþili. Baðherbergis og þvottahúsgólf eru flísalögð sem og veggir baðherbergja þar sem það á við. Björt stofa og borðstofa. Þvottahús er innan íbúðar. Vandaðar innréttingar frá Parka. Hvítar innihurðir með yfirfelldum körmum. Fataskápar eru í svefnherbergjum og forstofu. Sérgeymsla fylgir hverri íbúð. Bílastæði í opinni bílageymslu merkt á teikningu B 15 fylgir íbúðinni.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.