Skólagerði 63, 200 Kópavogur
68.400.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
6 herb.
197 m2
68.400.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1963
Brunabótamat
48.980.000
Fasteignamat
62.450.000

EIGNABORG kynnir:

Stór aðalhæð á tveimur hæðum í tvíbýli sem er eins konar parhús. 197.4 fm. og þar af 39,2 fm bílskúr þar sem möguleiki er á aukaíbúð. Glæsileg stofa og borðstofa með stórum gluggum og herbergi með rennihurð út á svalir í suður. 5 svefnherbergi eru á hæðinni og eitt í bílskur. Gott eldhús í fallegu flæði við stofu. Þvottahús og búr innaf eldhúsi.
Góður garður með hellulagðri verönd og heitum potti. 

Upplýsingar gefur Elín Alfreðsdóttir aðstoðarm. fasteignasala í síma 899-3090 eða [email protected]
Lýsing:
Eignin er á tveimur hæðum, komið er inn á jarðhæð í stórt anddyri með skáp og flísum á gólfi. Beint af augum er gluggi og hurð út á hellulagða verönd og fallegan suður garð. Af veröndinni er gönguhurð í bílskúrinn. Gestasnyrting með glugga og upphengdu salerni er innaf anddyri. Flísar á gólfi og handlaug við vegg. Glæsilegur stigi úr anddyri og upp á hæðina. Stiginn er parketlagður sem og stofan og borðstofan sem taka við þegar upp er komið.  
Efri hæðin er einstaklega björt og fallegir stórir gluggar í stofu og borðstofu hafa verið endurnýjaðir. Rennihurð á sjónvarpsstofu/herbergi og gólfsíðir gluggar eru endurnýjaðjaðir. 
Eldhús með hvítri innréttingu og dúk á gólfi. Innangengt úr eldhúsi í þvottahús og þaðan í vinnuherbergi/svefnherbergi og einnig í sjónvarpsstofu/herbergi.
Nýlegt helluborð og ofn. Gluggar í eldhúsi gera það bjart og skipulagið einkennir góða vinnuaðstöðu. 
Á svefnherbergisgangi er stór fataskápur og parket á gólfi. Baðherbergi með baðkari/sturtu og vegghengdu salerni. Tvö barnaherbergi eru á ganginum og hjónaherbergi með tveimur opnanlegum gluggum. Annar glugginn er nýlegur gólfsíður og með opnanlegu fagi. 
Bílskúrinn er með bílskúrshurðaropnara, stórum gluggum að sunnanverðu. Handsturta er í bílskúr, niðurfall og hiti. Þakpappi, hattur fyrir loftun og nýtt niðurfall af þaki var endurnýjað 2006. Gluggar eru nýir að stórum hluta. Allir ofnar voru endurnýjaðir fyrir nokkrum árum. Skólplagnir undir hellulögðu bílapalani eru nýjar út að götu. Fallegur skjólsæll garður í góðri rækt og verönd hellulögð. Hellulagt plan fyrir framan bílskúr og inngang með þremur sér bílastæðum.    
Glæsileg eign sem býður uppá ótal tækifæri til að sníða að þörfum nýrra eigenda.   
 
Upplýsingar veitir Elín Alfreðsdóttir aðstoðarm. fasteignasala í síma 899-3090 og Óskar Bergsson löggildur fasteignasali í síma 893-2499
 
 
 


Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Bóka skoðun

Skilaboð hafa verið send.

Fá sent söluyfirlit

SÖLUYFIRLIT HEFUR VERIÐ SENT TIL ÞÍN.