Hafnarás 5, 301 Akranes
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
94 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
30.300.000
Fasteignamat
24.650.000

EIGNABORG kynnir:

Vandað, vel við haldið íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit. Húsið stendur á eignarlóð - Stór verönd - Ljósleiðari.
Upplýsingar gefur Rakel Árnadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 895 8497 og [email protected]

Lýsing eignar:
   94,3 fm íbúðarhús að Hafnarási 5 í Hvalfjarðarsveit.  Húsið er á 7870 m2 eignarlóð á jörðinni Hafnarseli og liggur ofan þjóðvegar nr. 1 norðan Hafnarár.   Á jörðinni Hafnarseli er stunduð skógrækt og þar eru einnig níu lóðir undir frístundahús.
Íbúðarhúsið er timburhús og er byggt á steinsteyptum undirstöðum og steyptri gólfplötu.  Burðarvirki útveggja er úr timbri. 
Húsið skiptist í anddyri með skáp og fatahengi, þvottaherbergi með vaski, þrjú svefnherbergi með skápum, baðherbergi  með sturtu.  Eldhús, borðstofa og stofa eru í einu rými. Á gólfum er parkett og veggir á gangi og alrými klæddir furupanel.  Stór verönd, samtals 54,6 fm,  úr timbri er að sunnan-, vestan- og norðanverðu. 
Rafmagnskynding, engir ofnar  - hiti í gólfum. Kalt vatn og ljósleiðari.
Húseignin er skráð sem einbýli skv. Þjóðskrá og er jafnframt lögbýli skv. Lögbýlaskrá 2018.

Vandað, vel við haldið heilsárshús í landi sem hallar á móti suð-vestri með útsýni allt til Snæfellsness.  Landið er að stærstum hluta vaxið birkikjarri en að hluta á melum og er um 10 km frá Borgarnesi og um 25 km frá Akranesi.
Nánari upplýsingar gefur Rakel Árnadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 895 8497 og [email protected]


Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Bóka skoðun

Skilaboð hafa verið send.

Fá sent söluyfirlit

SÖLUYFIRLIT HEFUR VERIÐ SENT TIL ÞÍN.