Eiðistorg 13, 170 Seltjarnarnes
42.300.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
95 m2
42.300.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1985
Brunabótamat
30.350.000
Fasteignamat
43.650.000

EIGNABORG kynnir:

  

Rúmgóð 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Eiðistorg. Suðursvalir og sólskáli.  Tvö svefnherbergi. Tveir stigagangar í húsinu, báðir með dyrum inn í verslunarmiðstöðina við Eiðistorg.  Lyfta.
Upplýsingar gefur Vilhjálmur Einarsson, löggiltur fasteignasali í síma 864 1190 og [email protected]

ATH: Íbúðin er sýnd eftir ósk hvers og eins ekki opið hús


Lýsing:
Íbúðin er á 4. hæð.  Forstofan er með hvítum flísum og góðum skáp. Eldhúsið er með u-laga innréttingu, klædd hvítu plasti og með beykihöldum. Opnanlegur þakgluggi í eldhúsi.  Borðkrókur tengist stofu.  Á eldhúsi og borðkrók er ljóst viðarparkett.  Stofan er með ljósu teppi á gólfi og glugga sem snýr í suður.  Út af stofu er flísalagður sólskáli. Baðherbergið er snyrtilegt með ljósum flísum og hvítri innréttingu.  Opnanlegur þakgluggi á baðhergi.  Baðkar með sturtu. Tvö svefnherbergi, annað með stórum skáp og dyrum út á flísalagðar svalir með útsýni til suðurs allt til Keilis. Svefnherbergisgólf með ljósu harðparketi.
Sameign er snyrtileg. Sameignlegt þvottahús fyrir Eiðistorg 13 og 15 á hæðinni. Bæði stighúsin hafa nýlega verið máluð og teppalögð. Allir þakgluggar voru endurnýjaðir, sem og þak fyrir nokkrum árum.  Húsið var málað að utan í sumar.
Sérgeymsla er í kjallara og sameiginleg hjólageymsla. Sérmerkt bílastæði fylgir íbúðinni, tvö gestastæði fyrir blokkina og næg bílastæði eru í kring við húsið. 

Íbúð miðsvæðis á Seltjarnarnesi í góðu lyftuhúsi sem hefur fengið gott viðhald síðustu ár. Stutt í alla þjónustu. Innangengt úr húsinu yfir í verslunarmiðstöðina við Eiðistorg.

Nánari upplýsingar gefur Vilhjálmur Einarsson, löggiltur fasteignasali í síma 864 1190 og [email protected]
Ef kaupandi  óskar að skoða mætir Vilhjálmur stax þegar kaupandi óskar þess.
 


Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Bóka skoðun

Skilaboð hafa verið send.

Fá sent söluyfirlit

SÖLUYFIRLIT HEFUR VERIÐ SENT TIL ÞÍN.