EIGNABORG kynnir:
Steinsteypt hesthús með tæplega 50 fm kaffistofu á efri hæð sem auðvelt er að breyta í aukaíbúð. Sérgerði. Innréttingar galvaniseraðar með gegnheillri eik. Gólfhiti bæði uppi og niðri
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og
[email protected]Lýsing:Tveir inngangar á jarðhæð, annar frá bílastæði og hinn að vestanverðu við gerði. Í hesthúsinu eru þrjár tveggja hesta stíur sem eru samkvæmt reglugerð. Góð aðkoma með innkeyrsludyrum er að hlöðu. Gert er ráð fyrir að húsið sé vélmokað. Möguleiki á geymslu undir stiga niðri. Á efri hæð sem er skráð 46,7 fm er kaffistofa og auðvelt að innrétta sem íbúð. Falleg loftaklæðning. Gert ráð fyrir sturtu á baðherbergi. Eldhúsinnrétting í opnu rými. Steinn á gólfum. Suðursvalir.
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og
[email protected]
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.