EIGNABORG kynnir:
TÆKIFÆRI FYRIR BYGGINGARAÐILA OG ÞRÓUNARFÉLÖG.
Lóðarleigusamningur er útrunninn og liggja fyrir drög að samkomulagi milli lóðarhafa og Reykjavíkur um hvernig farið verður með lóðarréttindi vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi.Iðnaðar- verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
Húsið stendur á norður horni Dvergshöfða og Höfðabakka og er tvær megin hæðir samtals 2,230 fm og á þriðju hæð eru tæplega 150 fm að auki. Stórt port með aðkomu frá Smiðshöfða. Stærð lóðar er 2,275 fm.
Möguleiki á hærra nýtingarhlutfalli á lóð.
Fimm fastanúmer eru á eigninni: F2043089, F2043090, 2245166, 2245167 og 2245168Vista
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og [email protected]Svæðið er eitt af lykiluppbyggingasvæðum í borginni og gegnir mikilvægu hlutverki í því markmiði að þétta byggð. Reykjavíkurborg hefur samþykkt rammaskipulag fyrir Ártúnshöfða þar sem lögð er áhersla á að Dvergshöfðinn verði endurhannaður sem borgargata með grænu yfirbragði, hjólastígum, gangstéttum, götutrjám og bílastæðum í göturýminu.
Á fyrstu hæð jarðhæð með aðkomu úr porti er rekið trésmíðaverkstæði í um 2/3 hluta hæðarinnar og er leigusamningur þar til haustsins 2022. Góð lofthæð er í þessu rými ca 4 metrar. Í hinum rýmunum sem eru minni eru góðar innkeyrsludyr og stærð á hvoru bili milli 80-90 fermetrar, samtal ca 550 fm. Bæði í leigu með leigusamningi til haustsins 2022.
Á sömu hæð er rekin steinsmiðja ca 600 fm .
Á annarri hæð er rakarastofa með stórum hornglugga út í Höfðabakka. Í vesturenda eru sex einstaklingsíbúðir í útleigu, auk fjögurra herbergja með aðgangi að eldhúsi, þvottahúsi og snyrtingu.
Á annarri hæð er kaffistofa og matsalur og skrifstofuhúsnæði sem er ekki í útleigu. Á sömu hæð er Fornbílaklúbburinn með aðstöðu og er rampur frá því rými á horni Dvergshöfða og Höfðabakka.
Á þriðju hæð á horni Höfðabakka og Dvergshöfða eru sjö útleiguherbergi með aðgengi að eldhúsi, baði og þvottahúsi.
Nánari upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og [email protected] og Vilhjálmur Einarsson löggiltur fsteignasali sími 864-1190
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2,700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.