EIGNABORG kynnir:
Eignin er seld með fyrirvaraFalleg og björt fjögra herbergja íbúð í fjórbýli með sér inngang af stigapalli. Mikil lofthæð og góðar suðvestur svalir. Rafhleðsla er við bílastæði.
Upplýsingar veitir Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali 8932499,
[email protected] og Hjálmar Óskarsson, nemi til löggildingar fasteignasala í síma 8662945,
[email protected]Forstofa með flísum á gólfi ásamt fataskáp.
Stofa og borðstofa eru í sama opna rýminu með parketi á gólfi, þaðan er gengið út á suðvestur svalir.
Eldhús með vandaðri eikar innréttingu, stæði fyrir ísskáp og uppþvottavél.
Baðherbergi með glugga, flísum á gólfi og veggjum, eikarinnrétting, upphengt salerni, sturta með nýju gleri ásamt baðkari.
Þvottahús er innan íbúðar með flísum á gólfi.
Geymsla er inn af þvottahúsi með glugga. Aðgengi upp á háaloft frá þvottahúsi.
Hjónaherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskáp, hin tvö herbergin eru björt og stærra herbergið með fastan fataskáp. Hiti í útitröppum
Parket er slitið. Annað barnaherbergið er minna en kemur fram á samþykktri teikningu.
Birt stærð 113,9 fmUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Samkvæmt lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaborg fasteignasala vill benda mögulegum kaupendum á að skoða vel ástand fasteigna sé áhugi á tilboðsgerð. Hægt er að óska eftir sérfæði aðstoð við ástandsskoðun sé þess þörf.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Bergsson Löggiltur fasteignasali 8932499,
[email protected] og Hjálmar Óskarsson, nemi til löggildingar fasteignasala í síma 8662945,
[email protected]Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið í samræmi við 11. gr laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti fasteignar eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og húsfélags. Seljanda ber að veita upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar þegar hann framkvæmir verðmat á eigninni. Þeir hlutir sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki við almenna skoðun getur fasteignasali ekki borið ábyrgð á. Það á einnig við staðhæfingar seljanda eignar um ástand, viðhald og einstaka framkvæmdir.
Kostnaður kaupanda:· Stimpilgjald af kaupsamningi er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
· Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
· Lántökugjald lánastofnunar. Skv verðskrá viðkomandi fjármálastofnunar
· Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2,700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.