Vindakór 8, 203 Kópavogur
Tilboð
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
247 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
120.900.000
Fasteignamat
104.650.000

EIGNABORG kynnir:

Glæsileg, stór og björt íbúð á 1. hæð með sérinngangi, þremur svefnherbergjum, stórum og björtum stofum og 77 fm suðvestur palli.  Í bílageymslu er 35 fm stæði og í sameign eru tvær aðskildar geymslur eða vinnustofur samtals rúmlega 70 fm.  Einstök eign fyrir þá sem vilja hafa vinnuaðstöðu heima eða þurfa mikið geymslupláss.
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og [email protected]
Lýsing:
Sérinngangur og forstofa með góðu skápaplássi.  Innréttingar eru úr ljósri eik og innihurðir hvítar.  Stofurnar eru stórar, bjartar og rúmgóðar.  Gengið úr stofu út á 77 fm pall sem snýr í suðvestur.  Eldhúsið er í opnu rými, innréttingin er úr ljósri eik og hvítum efri skáp.  Svefnherbergin eru björt og rúmgóð.  Baðherbergið er rúmgott, bæði með baðkari og sturtu. Hvítar veggflísar og dökkar gólfflísar.  Þvottahús innan íbúðar og 11 fm sérgeymsla í sameign.  Að auki eru tvær geymslur, önnur 36,5 fm og hin 37,4 fm með stórum dyragötum og góðu aðgengi þar sem hægt er að keyra inn að geymslunum.  Stæðið í bílageymslu er vel staðsett, 35 fm og möguleiki á að leggja þar tveimur bílum. Íbúðin er sérstaklega hönnuð fyrir fatlaða og er sérmerkt stæði fyrir fatlaða fyrir framan íbúðina.
Nánari upplýsingar um eignina gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og [email protected]


Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2,700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Bóka skoðun

Skilaboð hafa verið send.

Fá sent söluyfirlit

SÖLUYFIRLIT HEFUR VERIÐ SENT TIL ÞÍN.