Fasteignasalan Eignaborg var stofnuð 15. september 1977 og veður því 40 ára á þessu ári. Stofnendur voru Vilhjálmur Einarsson og Pétur Einarsson. Pétur hvarf til annarra starfa 1979 og kom þá Jóhann Hálfdánarson til starfa. Eignaborg byggir á gömlum grunni og hafði lengi mikla yfirburði á sölu fasteigna í Kópavogi, sem var lengi stærsti markaður fasteignasölunnar. Vorið 2017 keyptu Óskar Bergsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson Eignaborg af þeim Vilhjálmi og Jóhanni. Stefna og markmið Eignaborgar er að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu og byggja áfram á þeim grunni sem lagður var fyrir 40 árum.
Sjá staðsetningu á korti.